Bókunarvél fyrir gistingu - Hótel og Gistiheimili

 

Bókunarkerfið sem við hjá Vefúrræðum bjóðum gagnast öllum þeim sem vilja selja gistinætur og geta tekið á móti pöntum ásamt greiðslum beint af vefsíðunum sínum án þess að þurfa að borga þriðja aðila gjald fyrir hverja bókun. 

Í dag er það orðið mjög algengt meðal íslenskra ferðaþjónustuaðila sem bjóða gistingu að notast við þriðja aðila líkt og booking.com, hotels.com eða aðra sambærilega. Þessir aðilar annast þá gjarnan markaðssettningu, bókanir og greiðslur í gegnum vefina sína gegn þóknunum sem oft nema allt að 15% af greiðslu hverrar bókunar. 

 

Við hjá Vefúrræðum þekkjum það af eigin reynslu og annara að flestir sem leita eftir gistinóttum á þessum stóru vefum leita einnig eftir vefsíðum gististaðana til þess að kynna sér þá betur. Af þessum sökum viljum við ýtreka mikilvægi þess að ferðaþjónustuaðilar hafi aðgengilega vefsíðu sem kynnir þá og þeirra þjónustu vandlega. Vefsíðurnar sem við hjá Vefúrræðum bjóðum geta einnig innihaldið einfalda bókunarvél sem hentar þeim ferðaþjónustuaðilum sem selja gistinætur ákaflega vel þar sem þær geta tekið á móti bókunum og greiðslum gegnum Paypal sem er eitt þekktasta og vinsælasta greiðsluform veraldar. 

 

Með því að fara þá leið að eiga vandaða vefsíðu sem inniheldur bókunarvél er því hægt að grípa þá viðskiptavini sem finna ferðaþjónustuaðilana á stóru gistinátta vefsíðunum, þegar þeir síðan fletta upp vefsíðum ferðaþjónustuaðilanna sjálfra. Bóki og greiði viðskiptavinirnir gegnum vefsíður ferðaþjónustuaðilanna má þannig losna við háar þjónustugreiðslur sem annars þyrfti að greiða. Rétt er þó að benda á að Paypal tekur ákveðið gjald fyrir hverja færslu sem framkvæmd er en þó eingöngu lítið brot af því sem flest bókunarfyrirtæki gera. 

 

Af þessum sökum viljum við hjá Vefúrræðum meina að árangursríkt gæti verið fyrir ferðaþjónustuaðila sem selja gistinætur að samtvinna notkun stórra gistináttavefsíðna sem auglýsa þá og selja gistinætur fyrir þá fyrir ákveðið gjald og að hafa þeirra eigin vefsíðu sem einnig býður þeim sem kíkja á hana að bóka og greiða fyrir gistingu. 

 

Sýnishorn af Bókunarvélinni