Um​ Okkur

"A DESIGNER IS A PLANNER WITH AN AESTHETIC SENSE." — BRUNO MUNARI

Viðaðstoðum

Þig við veflausnir

 

Vefúrræði býður stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum aðstoð við markaðsvinnu af ýmsu tagi. Má hér nefna að sérfræðingar á vegum Vefúrræða geta þannig veitt ráðgjöf við erlenda sem og innlenda markaðsvinnu auk þess sem hægt er að fá aðstoð við vinnslu markaðsefnis. Markaðsefnið sem hér um ræðir getur þannig bæði verið í formi hefðbundina auglýsinga auk þess sem Vefúrræði getur aðstoðað við vinnslu heimasíðu.

 

Tungumálakunnátta þeirra starfsmanna Vefúrræða sem koma að markaðsvinnu getur einnig nýst við gerð markaðsefnis þar sem þeir geta unnið það á íslensku, ensku og dönsku.

 

Vefúræði liggur undir markaðssviði Highway ehf.

 

                           Heimasíðugerð:

 

Vefúrræði á í samstarfi við erlenda aðila þegar kemur að vinnslu vefsíðna. Með þessu móti hefur fyrirtækið leitað leiða til þess að geta boðið ódýrari lausnir þegar kemur að vinnslu heimasíðna. Við gerð heimasíðna mælum við hjá Vefúrræðum okkur mót við viðskiptavini og förum yfir hugmyndir þeirra og væntingar til þeirrar vefsíðu sem þeir óskar sér. Heimasíðurnar sem við getum boði hafa flest allar þær nýjungar sem er að finna á vefsíðumarkaði í dag s.s tengingar við Facebook, viðmót fyrir snjalltæki, spjaldtölvur síma, o.fl o.fl.

 

Mjög mismunandi getur verið hvaða kunnátta er til staðar hjá viðskiptavinum Vefúrræða þegar kemur að uppsettningu og notkun heimaðsína. Af þessum sökum viljum við ýtreka það að Vefúrræði getur tekið að sér alhliða vinnslu og umsjá vefsíðna fyrir viðskiptavini auk þess sem við bjóðum viðskiptavinum einnig kennslu í umsjá heimasíðna eftir að við höfum sett þær upp.

 

Lausnirnar okkar felast í ódýrum og einföldum vefsíðum sem við setjum upp í gegnum 3 aðila sem er erlendur samstarfsaðili okkar. Auðvelt er að læra að nota það kerfi sem síðurnar byggja á, auk þess sem við gefum viðskiptavinum okkar nægan tíma til þess að tryggja að þeir hafi þá kunnáttu sem á þarf að halda.

 

Við gerum gjarnan verðtilboð í verkefni en sem dæmi um verð á ódýrum heimasíðum, þá bjóðum við einfaldar vefsíður með allt að 2 undirliggjandi síðum á verðum frá kr: 58.500 + VSK. Hafa ber í huga að verðin sem við auglýsum eru aðeins fyrir vefsíðu uppsettninguna sjálfa, þ.e. vinnuna. Þegar vefsíða er gerð þarf einnig að kaupa lén og hýsingu. Verðin hjá okkur innihalda ekki kostnað við kaup á slíku. Íslensk lén kosta þannig 6.982 kr á ári hjá Isnic. Þær vefsíður sem við setjum upp eru skilyrtar við að vera uppsettar og hýstar hjá samstarfsaðila okkar erlendis. Hýsingin hjá samstarfsaðila okkar er þó ódýr eða á verðum frá ca. 1.000 kr á mánuði (Veltur á umsvifum og stærð vefsíðu). Við aðstoðum gjarnan við kaup á léni og aðstoðum við uppsettningu á hýsingu.Til að fá frekari upplýsingar biðjum við þig að hafa samband.