Vefverslunarkerfi

Vefúrræði bjóða einfalda lausn þegar kemur að vefverslunarkerfum. Vefverslunarkerfið sem við bjóðum er þannig uppsett að sem allra auðveldast á að vera fyrir kaupendur og seljendur að vinna með það. Við teljum það mjög mikilvægt að vefverslanir séu settar upp með einfaldleika að markmiði. Það vefverslunarkerfi sem við bjóðum er þannig uppsett að kaupendur geta raðað völdum vörum í körfu og lagt þær síðan inn í pöntun sem berst seljanda. Ekki er möguleiki á að taka á móti greiðslum með öðrum hætti en í gegnum Paypal. Paypal býður þó ekki upp á notkun íslenskra króna og því mikilvægt að hafa það í huga. Í þeim tilvikum þar sem ætlunin er að selja vörur út fyrir landssteinana er þetta þó ekkert vandamál þar sem Paypal er eitt þekktasta greiðslukerfi heimsins í dag.

 

Þrátt fyrir það að ekki er mögulegt að taka á móti greiðslum beint af vefverslunarkerfinu viljum við þó benda á að kaupendur velja vörur og leggja þær inn í pöntun sem síðan berst seljanda. Seljandi getur þá haft samband við kaupanda og tekið á móti greiðslum með þeim hætti sem honum hentar eða eftir nánara fyrirkomulagi með kaupanda. það er því til mikils að vinna við það að nota vefverslunarkerfið sem við bjóðum. 

 

Hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig vefverslunarkerfið okkar birtist kaupendum. Ath hér er einungis um sýnidæmi að ræða en ekki vörur sem Vefúrræði hefur til sölu. Endilega prufið að panta vöru og fylgist með í körfunni.